Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 19. apríl 2024 11:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bandarískur bakvörður til Vals (Staðfest)
Mynd: Valur
Valur tilkynnti í dag að félagið hefði náð samkomulagi við bandaríska bakvörðinn Camryn Paige Hartmann um að spila með liðinu tímabilið 2024.

Hartmann er 24 ára vinstri bakvörður og kemur hún frá Cleveland. Í tilkynningu Vals segir að hún eigi nokkuð farsælan feril úr háskólaboltanum að baki.

„Camryn er þegar byrjuð að æfa með Valskonum sem hefja leik í Bestu deildinni gegn Þór/KA að Hlíðarenda á sunnudag.

Valur býður Camryn velkomna og hvetur fólk til þess að mæta á leikinn á sunnudag,"
segir í tilkynningu Vals.

Valur hefur orðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð og er stefnan hjá félaginu að landa fjórða titlinum í röð.

Komnar
Hailey Allende Whitaker frá Finnlandi
Camryn Hartmann frá Bandaríkjunum
Helena Ósk Hálfdánardóttir frá Breiðabliki
Íris Dögg Gunnarsdóttir frá Þrótti R.
Jasmín Erla Ingadóttir frá Stjörnunni
Katie Cousins frá Þrótti R.
Málfríður Erna Sigurðardóttir frá Stjörnunni
Nadía Atladóttir frá Víkingi
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir frá Haukum
Lillý Rut Hlynsdóttir frá FH (var á láni)
Snæfríður Eva Eiríksdóttir frá Aftureldingu (var á láni)

Farnar
Ásdís Karen Halldórsdóttir til Noregs
Bryndís Arna Níelsdóttir til Svíþjóðar
Hanna Kallmaier til FH
Arna Eiríksdóttir alfarið til FH
Ída Marín Hermannsdóttir til FH
Lára Kristín Pedersen til Hollands
Þórdís Elva Ágústsdóttir til Svíþjóðar
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir til Þróttar
Haley Berg til Tyrklands
Laura Frank til Danmerkur
Lise Dissing til Noregs
Málfríður Anna Eiríksdóttir til Danmerkur
Hildur Björk Búadóttir í Gróttu
Birta Guðlaugsdóttir til Víkings
Jana Sól Valdimarsdóttir í HK

Samningslausar
Rebekka Sverrisdóttir
Athugasemdir
banner
banner