Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. maí 2019 16:01
Ívan Guðjón Baldursson
Færeyjar: NSÍ skoraði átta - HB rúllaði yfir toppliðið
Klaemint Olsen á 18 A-landsleiki að baki fyrir Færeyjar.
Klaemint Olsen á 18 A-landsleiki að baki fyrir Færeyjar.
Mynd: Getty Images
Í dag var góður dagur fyrir Íslendingaliðin í efstu deild færeyska boltans.

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar hjá NSÍ Runavík skoruðu átta mörk á útivelli gegn Streymur. Þetta var fimmti sigur NSÍ í röð og er markatalan úr síðustu þremur leikjum liðsins 16-2.

Klaemint Olsen skoraði fimm mörk í leiknum og er kominn með tíu mörk í síðustu þremur deildarleikjum.

NSÍ er komið í annað sæti deildarinnar og er þar einu stigi á eftir toppliði KÍ sem tapaði fyrir Heimi Guðjónssyni og félögum í HB. Brynjar Hlöðversson er meiddur og lék ekki með HB.

Þetta var fyrsti tapleikur Klaksvíkur á tímabilinu en þriðji sigur HB í röð og nú eru aðeins fimm stig sem skilja efstu lið deildarinnar að.

Stöðutaflan:
1. Klaksvík (KÍ) 23 stig
2. NSÍ Runavík 22 stig
3. B36 Þórshöfn 21 stig
4. Víkingur 20 stig
5. HB Þórshöfn 18 stig

Streymur 1 - 8 NSÍ Runavík

HB Þórshöfn 4 - 1 KÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner