Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. maí 2021 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bergkamp sá sjötti inn í frægðarhöllina
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Dennis Bergkamp er sjötti meðlimurinn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar.

Bergkamp, sem var stórkostlegur fótboltamaður, skoraði 87 mörk og lagði upp 94 fyrir Arsenal í 315 úrvalsdeildarleikjum. Hann vann þrjá úrvalsdeildartitla með Arsenal, og var þar á meðal hluti af liðinu sem fór taplaust í gegnum tímabilið 2003-04.

Hann kom til Arsenal frá Inter 1995 og var sóknarmaður með gríðarlega tæknilega hæfileika.

Bergkamp skoraði eitt besta mark í sögu ensku úrvalsdeildarinnar gegn Newcastle 2002. Markið má sjá hér neðst í fréttinni.

Hinir fimm leikmennirnir sem eru komnir í frægðarhöllina eru Alan Shearer, Thierry Henry, Roy Keane, Eric Cantona og Frank Lampard.


Athugasemdir
banner
banner