Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   sun 19. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Betis og Sociedad berjast um Evrópudeildina
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Næstsíðasta umferð spænska deildartímabilsins klárast í dag með níu leikjum sem hefjast samtímis.

Real Betis tekur á móti Real Sociedad í einum eftirvæntasta leik dagsins þar sem liðin eru í harðri baráttu um sjötta sæti deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar næsta haust.

Sociedad er einu stigi fyrir ofan Betis í þeirri baráttu, en sjöunda sætið tekur þátt í Sambandsdeildinni.

Í fallbaráttunni þarf Cádiz sigur á heimavelli til að falla ekki, auk þess að treysta á að Mallorca mistakist að sigra löngu fallið botnlið Almeria. Mallorca getur bjargað sér frá falli með sigri í þeirri viðureign.

Þá getur Celta Vigo einnig bjargað sér frá falli með sigri á útivelli gegn föllnu liði Granada, en jafntefli er líklegast nóg.

Villarreal þarf sigur gegn Real Madrid og að treysta á tap hjá Real Betis til að eiga raunhæfa möguleika á Evrópusæti á meðan Rayo Vallecano nægir jafntefli gegn Barcelona til að forðast fallbaráttuna endanlega.

Leikir dagsins:
17:00 Athletic Bilbao - Sevilla
17:00 Atletico Madrid - Osasuna
17:00 Barcelona - Vallecano
17:00 Real Betis - Real Sociedad
17:00 Cadiz - Las Palmas
17:00 Mallorca - Almeria
17:00 Granada CF - Celta
17:00 Valencia - Girona
17:00 Villarreal - Real Madrid
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 38 29 8 1 87 26 +61 95
2 Barcelona 38 26 7 5 79 44 +35 85
3 Girona 38 25 6 7 85 46 +39 81
4 Atletico Madrid 38 24 4 10 70 43 +27 76
5 Athletic 38 19 11 8 61 37 +24 68
6 Real Sociedad 38 16 12 10 51 39 +12 60
7 Betis 38 14 15 9 48 45 +3 57
8 Villarreal 38 14 11 13 65 65 0 53
9 Valencia 38 13 10 15 40 45 -5 49
10 Alaves 38 12 10 16 36 46 -10 46
11 Osasuna 38 12 9 17 45 56 -11 45
12 Getafe 38 10 13 15 42 54 -12 43
13 Sevilla 38 10 11 17 48 54 -6 41
14 Celta 38 10 11 17 46 57 -11 41
15 Mallorca 38 8 16 14 33 44 -11 40
16 Las Palmas 38 10 10 18 33 47 -14 40
17 Vallecano 38 8 14 16 29 48 -19 38
18 Cadiz 38 6 15 17 26 55 -29 33
19 Almeria 38 3 12 23 43 75 -32 21
20 Granada CF 38 4 9 25 38 79 -41 21
Athugasemdir
banner
banner
banner