Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. júní 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ástbjörn harkaði af sér þrumu í andlitið og það sannfærði Sindra
Ástbjörn Þórðarson
Ástbjörn Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík keypti í vetur Ásbjörn Þórðarson frá KR. Ástbjörn er uppalinn hjá KR en var í leit að fleiri mínútum inn á vellinum og valdi að ganga í raðir Keflavíkur.

Ástbjörn var valinn næstbesti maður vallarins þegar Keflavík vann HK á miðvikudag. Sindri Kristinn Ólafsson, markrvörður Keflavíkur, var til viðtals á Fótbolta.net í gær og var hann spurður út í innkomu Ástbjörns í lið Keflavíkur.

„Hann spilaði æfingaleik með okkur í vetur, á móti FH sem við unnum. Það kom strax í þeim leik upp moment þar sem ég vildi að hann myndi skrifa undir hjá okkur," sagði Sindri. Hvað var það sem gerðist?

„Vuk Oskar (Dimitrijevic, leikmaður FH) skar sig inn á völlinn og þrumar í andlitið á Ása sem stóð á línunni. Ási harkar það af sér eins og algjör stríðsmaður. Það er kannski eitthvað sem vantaði smá í okkar hóp, þessa stríðsmenningu. Hann er sennilega að fá hana úr Vesturbænum."

„Hann er frábær félagi og hefur einhvern veginn smollið eins og flís við rass, spilað fimm stöður á vellinum og leyst þær allar eins og fagmaður,"
sagði Sindri um Ástbjörn.

Lestu viðtal við Ástbjörn:
„Sem uppalinn KR-ingur var alltaf markmiðið að festa sig í sessi í liðinu"
Athugasemdir
banner
banner
banner