Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 19. júlí 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Arsenal nær samkomulagi um kaup á Saliba
Arsenal hefur náð samkomulagi við Saint-Etienne um kaup á varnarmanninum William Saliba en Sky greinir frá.

Hinn 18 ára gamli Saliba verður áfram í frönsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili því hann byrjar á að vera eitt ár í láni hjá Saint-Etienne.

Tottenham hafði einnig sýnt Saliba áhuga en án þess þó að leggja fram tilboð í hann.

Þrátt fyrir ungan aldur þá á Saliba sextán leiki að baki með aðalliði Saint-Etienne en hann hefur einnig leikið marga leiki með yngri landsliðum Frakklands.
Athugasemdir