
Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, og kærasta hennar, Mia Jalkerud, eignuðust fyrir fimm mánuðum tvíburana William og Olivia.
Þær voru í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet í síðustu viku þar sem þær ræddu barneignirnar og fótboltann.
Þær voru í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet í síðustu viku þar sem þær ræddu barneignirnar og fótboltann.
Guðbjörg gekk með tvíburana en það gekk erfiðlega fyrir hana að verða ólétt. Glasafrjóvgunarmeðferðir tóku mikið á og íhugaði hún að hætta í fótbolta á tímapunkti í þeirri von um að verða ólétt. En sem betur fer, þá gekk allt upp að lokum og eru Guðbjörg og Mia foreldrar tvíbura í dag.
Guðbjörg faldi það bæði fyrir félagsliði sínu, Djurgården í Svíþjóð, og fyrir íslenska landsliðinu að hún væri að reyna að verða ólétt. „Þetta tekur ekki bara á andlega. Þú ferð í mikið af sprautum og þú bólgnar upp. Í gegnum þetta ferli tekur flest fólk sér veikindaleyfi, en ég fór út á völlinn og æfa."
Guðbjörg, sem er 35 ára, á samning út þetta tímabil hjá Djurgården og er byrjuð að æfa á nýjan leik. Mia Jalkerud er hins vegar án félags eftir að hafa ekki fengið nýjan samning hjá Djurgården. Hún tók sér barneignarleyfi og hefur félagið haft lítinn áhuga á sínum fyrrum fyrirliða eftir það að hennar eigin sögn. „Ég hef gefið Djurgården mikið í gegnum árin. Það er frekar sorglegt að þau hafi ekki heyrt í mér."
Landsliðsmarkvörðurinn segir að það verði að vera aukið starfsöryggi og aukinn stuðningur fyrir óléttar fótboltakonur. Hún hafi sjálf ekki þorað að verða ólétt fyrr en seint á ferlinum, þegar hún var komin með góða ferilskrá eins og hún orðar það.
Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður og leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er komin í stjórn leikmannasamtaka sænsku deildarinnar þar sem hún ætlar að berjast fyrir réttindum óléttra fótboltakvenna.
Viðtalið við Guðbjörgu og Miu má lesa með því að smella hér.
Athugasemdir