Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 19. ágúst 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 17. umferðar: Varnarmennirnir í aðalhlutverkum
Hákon Rafn er í liði umferðarinnar.
Hákon Rafn er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Freyr Róbertsson er í liði umferðarinnar.
Aron Freyr Róbertsson er í liði umferðarinnar.
Mynd: Hulda Margrét
17. umferðin í Inkasso-deild karla fór fram í síðustu viku og lauk á laugardaginn með 3-1 sigri Magna á Aftureldingu á heimavelli.

Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna er þjálfari umferðarinnar eftir sigurinn en liðið lenti 0-1 undir í leiknum. Þá á Magni þrjá leikmenn í liði umferðarinnar. Þá Gauta Gautason og Englendingana, Louis Wardle og Kian Williams.


Í markinu er hinn ungi og efnilegi Hákon Rafn Valdimarsson sem var stórkostlegur í marki Gróttu í markalausu jafntefli liðsins gegn Fjölni í toppbaráttuslag umferðarinnar. Þá er miðvörður Gróttu, Arnar Þór Helgason í liði umferðarinnar í fimmta sinn í sumar.

Fram vann 2-0 sigur á Njarðvík í Safamýrinni í fyrsta leik 17. umferðarinnar. Besti leikmaður vallarins var varnarmaðurinn, Marcao sem er eini fulltrúi Fram í liði umferðarinnar.

Haukar fóru norður í Þorpið og náðu þar í eitt stig eftir að Þór jafnaði metin úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok. Aron Freyr Róbertsson leikmaður Hauka var besti leikmaður vallarins.

Leiknir heldur áfram að hala inn stigum og liðið vann Þrótt 2-1 í Breiðholtinu. Þeir eiga tvo fulltrúa í liði umferðarinnar. Þá, Nacho Heras í vörninni og Erni Bjarnason á miðjunni sem skoraði sigurmark Leiknis í leiknum rétt fyrir leikslok.

Að lokum eru það Keflvíkingarnir tveir þeir, Magnús Þór Magnússon og Dagur Ingi Valsson sem eru í liði umferðarinnar en þeir fóru fyrir liði Keflavíkur í sigri liðsins gegn Víkingi Ólafsvík á heimavelli.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner