Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 19. ágúst 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elskar Ronaldo en segir engar viðræður í gangi
Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, hefur vísað á bug sögusögnum um að þýska félagið væri í viðræðum við Cristiano Ronaldo.

Ronaldo, sem er 37 ára, er leikmaður Manchester United en gæti verið á förum frá félaginu.

Þýski miðillinn BILD fjallaði um að Ronaldo gæti farið til Dortmund og tjáði Watzke sig svo í kjölfarið.

„Ég elska þennan leikmann, það er vissulega heillandi hugmynd að sjá Cristiano spila á Signal Iduna Park. En það hafa ekki verið nein samskipti milli þessara aðila."

„Miðað við það þá ættum við að hætta að ræða um þetta,"
sagði Watzke.

Sjá einnig:
Ronaldo: Þið munuð heyra sannleikann eftir nokkrar vikur
Athugasemdir
banner