Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 19. ágúst 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marseille að ganga frá lánssamningi fyrir Bailly
Bailly á 46 leiki að baki fyrir Fílabeinsströndina. Hér er hann í baráttu við liðsfélaga sinn og fyrirliða Manchester United, Harry Maguire.
Bailly á 46 leiki að baki fyrir Fílabeinsströndina. Hér er hann í baráttu við liðsfélaga sinn og fyrirliða Manchester United, Harry Maguire.
Mynd: EPA

Varnarmaðurinn Eric Bailly er á leið til Marseille á eins árs lánssamningi. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa greint frá þessu undanfarna daga og nú tekur hinn eini sanni Fabrizio Romano undir.


West Ham og Mónakó hafa einnig verið orðuð við Bailly en hann er hrifinn af uppbyggingunni sem er í gangi hjá Marseille.

Franska félagið hefur verið að styrkja leikmannahópinn sinn umtalsvert í sumar. Bailly er þriðji leikmaðurinn úr úrvalsdeildinni sem bætist við varnarlínuna eftir Nuno Tavares frá Arsenal og Issa Kabore frá Manchester City. 

Bailly er 28 ára gamall með tvö ár eftir af samningi sínum við Manchester United. Hann á 113 leiki fyrir félagið á sex árum en fékk aðeins að spila sjö leiki í öllum keppnum á síðustu leiktíð.

Það fylgir kaupákvæði með lánssamningnum og því getur Marseille fest kaup á miðverðinum næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner