Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur ákveðið að Wesley Fofana verði ekki í hópnum þegar liðið mætir Southampton á morgun.
Fofana er 21 árs miðvörður sem sterklega hefur verið orðaður við Chelsea að undanförnu. Chelsea hefur boðið tvisvar í Fofana en Leicester hefur neitað báðum tilboðum.
Fofana er 21 árs miðvörður sem sterklega hefur verið orðaður við Chelsea að undanförnu. Chelsea hefur boðið tvisvar í Fofana en Leicester hefur neitað báðum tilboðum.
Rodgers metur stöðuna þannig að hausinn á Fofana sé ekki á réttum stað og ferðast hann því ekki með liðinu til Southampton.
Fofana er ósáttur við verðmiðann sem Leicester hefur sett á sig og líður eins og félagið sé að koma í veg fyrir að hann geti farið til Chelsea.
Leicester vill fá meira en 80 milljónir punda fyrir franska miðvörðinn sem myndi gera hann að dýrasta varnarmanni sögunnar. Bæði tilboð Chelsea hafa hljóða upp á ríflega 60 milljónir punda.
Á fréttamannafundi í gær hafði Rodgers eftirfarandi að segja þegar hann var spurður út í Fofana:
„Hann er ennþá leikmaður Leicester. Ég hef sagt nokkrum sinnum að hann er ekki til sölu. Félagið hefur gert öllum ljóst að hann er ekki til sölu og ef það verður engin breyting á því þá býst ég við því að hann verði áfram."
„Við höfum auðvitað rætt saman, það eru auðvitað einkasamtöl og ég myndi ekki ræða þau opinberlega. Okkar samskipti eru hefðbundin og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir leiki. Þetta er áskorun fyrir alla leikmenn og félög þegar glugginn er opinn. Það er mikið um vangaveltur. Sérstaklega er þetta áskorun fyrir ungan leikmann, 21 árs gamlan, allar vangavelturnar sem eru í gangi varðandi hans framtíð."
Athugasemdir