
Það vantaði ekki umdeildu atvikin í 5-3 sigri Víkings á KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en atvikin má hér neðar í fréttinni.
KR-ingar skoruðu mark á 16. mínútu. Hallur Hansson skoraði fyrir gestina en markið var dæmt af. Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, var rangstæður í aðdraganda marksins en það er deilt um það hvort hann hafi í raun verið rangstæður.
Það er mikið talað um markið sem var dæmt af KR á 16.mínútu. Er þetta rangstaða? pic.twitter.com/NPssNBgNIb
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022
Þá taldi Stefán Árni Geirsson sig hafa jafnað leikinn í 3-3 seint í leiknum en markið var ekki dæmt gilt. Pétur hafði flautað og dæmt vítaspyrnu á Oliver Ekroth. KR-ingar voru ósáttir við að hagnaðinum hafi ekki verið beitt en Sigurður Bjartur Hallsson sá þó til þess að skora úr vítaspyrnunni.
Upphafið að dramatíkinni á lokamínútunum. KR ingar skora en vítaspyrna dæmd sem Sigurður Hallsson skorar úr og jafnar í 3-3 á 84. mínútu. pic.twitter.com/wlwSog9Bm8
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022
Í stöðunni 3-3 fengu Víkingar vítaspyrnu. Danijel Dejan Djuric var rifinn niður af Pontus Lindgren.
Dómararnir ræddu sín á milli áður en ákvörðun var tekin og benti Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, á punktinn.
Þegar endursýning er skoðuð virðist brotið byrja rétt fyrir utan teig áður en Danijel dettur niður stuttu síðar. Hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan en dæmi nú hver fyrir sig.
Tveimur mínútum eftir jöfnunarmark KR fær Víkingur umdeilda vítaspyrnu sem Helgi Guðjónsson skorar úr og kemur Víkingi í 4-3 á 87. mínútu. pic.twitter.com/u8dbys7QEQ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022
Athugasemdir