Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 19. ágúst 2022 00:05
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu umdeildu atvikin í Víkinni
Danijel Dejan Djuric
Danijel Dejan Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægir Jarl var dæmdur rangstæður snemma leiks
Ægir Jarl var dæmdur rangstæður snemma leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson taldi sig hafa jafnað metin fyrir KR en Pétur Guðmundsson benti á punktinn
Stefán Árni Geirsson taldi sig hafa jafnað metin fyrir KR en Pétur Guðmundsson benti á punktinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vantaði ekki umdeildu atvikin í 5-3 sigri Víkings á KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en atvikin má hér neðar í fréttinni.

KR-ingar skoruðu mark á 16. mínútu. Hallur Hansson skoraði fyrir gestina en markið var dæmt af. Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, var rangstæður í aðdraganda marksins en það er deilt um það hvort hann hafi í raun verið rangstæður.



Þá taldi Stefán Árni Geirsson sig hafa jafnað leikinn í 3-3 seint í leiknum en markið var ekki dæmt gilt. Pétur hafði flautað og dæmt vítaspyrnu á Oliver Ekroth. KR-ingar voru ósáttir við að hagnaðinum hafi ekki verið beitt en Sigurður Bjartur Hallsson sá þó til þess að skora úr vítaspyrnunni.



Í stöðunni 3-3 fengu Víkingar vítaspyrnu. Danijel Dejan Djuric var rifinn niður af Pontus Lindgren.

Dómararnir ræddu sín á milli áður en ákvörðun var tekin og benti Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, á punktinn.

Þegar endursýning er skoðuð virðist brotið byrja rétt fyrir utan teig áður en Danijel dettur niður stuttu síðar. Hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan en dæmi nú hver fyrir sig.


Athugasemdir
banner