Atletico Madrid hefur samþykkt tilboð Chelsea í Joao Felix en kaupverðið er óuppgefið.
Hann mun gangast undir læknisskoðun á næstu dögum en hann mun í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning með möguleika á frekari framlengingu.
Conor Gallagher mun því loksins geta skipt frá Chelsea til Atletico en spænska félagið borgar um 42 milljónir evra fyrir miðjumanninn.
Felix var á láni hjá Chelsea fyrri hluta ársins 2023. Hann lék 16 leiki í úrvalsdeildinni og skoraði fjögur mörk.
Athugasemdir


