Víkingur R. 1 - 2 ÍA
1-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('6 )
1-1 Ingi Þór Sigurðsson ('9 )
1-2 Viktor Jónsson ('38 )
Lestu um leikinn
Breiðablik og Víkingur eru jöfn á toppi Bestu deildarinnar eftir úrslit kvöldsins.
Víkingur hefur tapaði stigum í tveimur leikjum í röð en liðið tapaði gegn ÍA í kvöld. Valdimar Þór Ingimundarson kom Víkingi yfir snemma leiks eftir fyrirgjöf frá reynsluboltanum Óskari Erni Haukssyni.
Víkingur var ekki lengi með forystuna því Ingi Þór Sigurðsson jafnaði metin stuttu síðar.
Markahrókurinn Viktor Jónsson kom svo Skagamönnum yfir undir lok leiksins þegar Hinrik Harðarson og Viktor sluppu í gegn, Hinrik sendi boltann á Viktor sem skoraði.
Það voru gerðar fjórar breytingar á liði Víkings í hálfleik og skilaði það miklum krafti en liðinu tókst ekki að jafna metin og sigur ÍA staðreynd. Fyrsti tapleikur Víkinga á heimavelli í sumar.
Breiðablik 3 - 1 Fram
1-0 Damir Muminovic ('20 )
1-1 Magnús Þórðarson ('31 )
2-1 Ísak Snær Þorvaldsson ('56 )
3-1 Patrik Johannesen ('67 )
Lestu um leikinn
Breiðablik hefur jafnað Víking að stigum á toppi deildarinnar eftir sigur á Fram í Kópavogi.
Damir Muminovic skrifaði undir nýjan samning við Blika á dögunum og fagnaði því með marki gegn Val í kjölfarið. Hann hélt áfram í kvöld og kom liðinu í forystu.
Magnús Þórðarson jafnaði metin með laglegu marki og þannig var staðan í hálfleik.
Ísak Snær Þorvaldsson kom Breiðabliki aftur í forystu eftir frábæra sókn og Patrik Johannessen gulltryggði liðinu sigurinn með marki beint úr aukaspyrnu.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |