FH 2 - 2 Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('18 )
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('88 )
1-2 Kristinn Freyr Sigurðsson ('94 )
2-2 Björn Daníel Sverrisson ('97 )
Lestu um leikinn
Það var mögnuð skemmtun þegar FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í kvöld. FH fékk fyrsta tækifæri leiksins þegar Sigurður Bjartur Hallsson setti boltann í stöngina af stuttu færi.
Stuttu síðar náðu Valsmenn forystunni þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson stýrði boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Birki Má Sævarssyni.
FH-ingar voru nálægt því að jafna þegar boltinn fór af Birki Má eftir hornspyrnu en Bjarni Mark Antonsson náði að bjarga á línu. Ingimar Stöle var nálægt því að skora síðan stuttu síðar en Ögmundur Kristjánsson varði gríðarlega vel í slánna.
Sigurður Bjartur náði loks að jafna þegar skammt var til loka venjuleges leiktíma. Arnór Borg Guðjohnsen átti skalla sem Sindri Kristinn varði en Sigurður Bjartur var fljótur að átta sig og setti boltann í netið.
Kristinn Freyr Sigurðsson virtist vera tryggja Valsmönnum sigurinn þegar hann skoraði í uppbótatíma en Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin stuttu síðar. Enn var nægur tími til að skora sigurmarkið en jafntefli var niðurstaðan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |