Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 19. ágúst 2024 18:21
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Breiðabliks og Fram: Gustav Dahl beint í byrjunarliðið
Mynd: Fram

Byrjunarlið Breiðabliks og Fram hefur verið byrt fyrir leik þeirra í kvöld. Þessi lið eigast við klukkan 19:15 á Kópavogsvelli í 19. umferð Bestu deildar karla. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks gerir eina breytingu á liði sínu frá síðasta leik þegar þeir sigruðu Val á útivelli. Viktor Karl Einarsson meiddist í þeim leik og er því ekki í hóp, Arnór Gauti Jónsson kemur inn í liðið fyrir hann.

Rúnar Kristinnsson þjálfari Fram gerir tvær breytingar á sínu liði eftir að þeir töpuðu 1-0 fyrir ÍA í síðustu umferð. Guðmundur Magnússon og Freyr Sigurðsson fá sér sæti á bekknum en inn fyrir þá koma Magnús Þórðarsson og nýji maðurinn Gustav Bonde Dahl. Gustav er miðjumaður frá Danmörku sem skrifaði undir hjá félaginu síðasta miðvikudag.


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
30. Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
4. Orri Sigurjónsson
5. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
14. Djenairo Daniels
19. Kennie Chopart
32. Gustav Bonde Dahl
71. Alex Freyr Elísson
Athugasemdir
banner
banner
banner