Ipswich hefur fengið sænska miðjumanninn Jens Cajuste á láni frá Napoli út tímabilið.
Cajuste er 25 ára gamall sænskur landsliðsmaður en hann gekk til liðs við Napoli frá franska liðinu Reims síðasta sumar og kom við sögu í 26 leikjum í ítölsku deildinni á síðustu leiktíð.
Þá hefur hann spilað 23 landsleiki fyrir sænska landsliðið.
„Þetta er frábært og ég er ánægður að vera kominn hingað. Viðræðurnar tóku tíma en ég er loksins kominn og er mjög spenntur. Ég átti frábært spjall við stjórann og þetta virðist vera mjög spennandi verkefni. Þetta er metnaðarfullt félag og liðið er á uppleið," sagði Cajuste.
Brentford reyndi að fá hann í sínar raðir og þá var hann einnig orðaður við Everton.
Athugasemdir



