Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   mán 19. ágúst 2024 22:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Juventus vann Como - Þórir ónotaður varamaður í tapi
Mateo Retegui skoraði tvö í sínum fyrsta keppnisleik með Atalanta
Mateo Retegui skoraði tvö í sínum fyrsta keppnisleik með Atalanta
Mynd: EPA

Juventus lagði nýliða Como af velli í fyrstu umferð ítölsku deildarinnar í kvöld.


Samuel Mbangula kom liðinu yfir og Timothy Weah bætti öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks en hann átti skot í slá og boltinn fór rétt yfir línuna.

Á loka mínútum leiksins innsiglaði Andrea Cambiaso sigurinn þegar hann átti skot fyrir utan vítateiginn og boltinn söng í netinu.

Como hefur gert áhugaverð kaup í sumar til að reyna halda sæti sínu í deildinni. Pepe Reina, Alberto Moreno og Andrea Belotti voru allir í byrjunarliðinu en Raphael Varane er á meiðslalistanum.

Þórir Jóhann Helgason hefur verið orðaður í burtu frá Lecce í sumar een hann var í leikmannahópi liðsins sem steinlá gegn Atalanta.

Hann kom hins vegar ekkert við sögu í kvöld í 4-0 tapi.

Juventus 3 - 0 Como
1-0 Samuel Mbangula ('23 )
2-0 Tim Weah ('45 )
3-0 Andrea Cambiaso ('90 )

Lecce 0 - 4 Atalanta
0-1 Marco Brescianini ('35 )
0-2 Mateo Retegui ('45 )
0-3 Mateo Retegui ('57 , víti)
0-4 Marco Brescianini ('66 )


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
15 Lecce 6 1 2 3 5 10 -5 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
18 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
19 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
20 Pisa 6 0 2 4 3 10 -7 2
Athugasemdir
banner