Jóhann Berg Guðmundsson er óvænt orðaður við Sádí-Arabíu en hann endursamdi við Burnley í sumar.
Þessi 33 ára gamli íslenski landsliðsfyrirliði hefur verið hjá Burnley frá 2016 en samningur hans við félagið rann út eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hann ákvað að endursemja við liðið.
Belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri greinir frá því á X að hann fari í læknisskoðun hjá ónefndu sádí arabísku liði í dag og muni í kjölfarið skrifa undir samning.
Tavolieri sagði m.a. frá félagaskiptum Atla Barkarsonar frá Sönderjyske til belgíska liðsins Zulte-Waregem á dögunum en þau félagaskipti voru staðfest í dag.
???????????? EXCL. Jóhann Berg Gudmundsson close to sign in Saudi Arabia!
— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 19, 2024
Icelandic right winger made his medical tests today in order to complete his move to the Saudi Pro League. Told this deal’s imminent now. #twitterclarets #BurnleyFC #SPL pic.twitter.com/gKsC7URH62



