Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 19. ágúst 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leggja fram formlegt tilboð í hinn eftirsótta O'Riley
Matt O'Riley.
Matt O'Riley.
Mynd: Sölvi Haraldsson
Brighton hefur lagt fram formlegt tilboð í Matt O'Riley, miðjumann Celtic í Skotlandi.

Ekki kemur fram hversu hátt tilboðið er en Celtic hefur hafnað fimm tilboðum frá ítalska félaginu Atalanta í sumar. Það síðasta hljóðaði upp á 21,5 milljónir punda með möguleika á árangurstengdum greiðslum.

Ekki er enn neitt samþykkt en félögin eru í viðræðum um möguleg félagaskipti danska landsliðsmannsins.

O'Riley er lykilmaður hjá skoska stórliðinu Celtic og vill Brendan Rodgers þjálfari ekki missa hann úr hópnum.

Chelsea er líka meðal félaga sem hefur einnig verið orðað við O'Riley.

Hinn 23 ára gamli O'Riley er samningsbundinn Celtic til ársins 2027.
Athugasemdir
banner
banner