Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 19. ágúst 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leiktíminn þannig að Tonali getur snúið til baka
Það er komin dagsetning á endurkomu Sandro Tonali hjá Newcastle.

Tonali má spila þegar Newcastle mætir Nottingham Forest í enska deildabikarnum síðar í þessum mánuði.

Dagsetning á þeim leik var staðfest í dag en hann fer fram þann 28. ágúst næstkomandi.

Tonali er að ljúka afplánun á tíu mánaða banni fyrir að brjóta veðmálareglur ítalska fótboltasambandsins þann sama daga.

Hinn 24 ára gamli Tonali veðjaði á leiki hjá AC Milan á meðan hann var á mála hjá félaginu en var dæmdur í bannið eftir að hafa gengið í raðir Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner