
Afturelding 1 - 0 Þróttur R.
1-0 Aron Jóhannsson ('7 )
Lestu um leikinn
Afturelding vann gríðarlega dýrmætan sigur gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.
Liðin eru í 6. og 7. sæti deildarinnar en Afturelding er nú aðeins stigi á eftir ÍR í baráttunni um umspilssæti.
Það var Aron Jóhannsson sem tryggði Aftureldingu sigurinn. Hrannar Snær Magnússon sendi boltann út í teiginn og Aron með skot og skoraði snemma leiks.
Seinni hálfleikurinn var frekar tíðindalítill en undir lok leiksins slapp Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson en var dæmdur rangstæður við litla hrifningu stuðningsmanna Þróttar.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir