Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 19. ágúst 2024 14:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markús Páll á reynslu hjá Venezia - Bróðir hans leikmaður aðalliðsins
Markús Páll
Markús Páll
Mynd: Fram
Vakin var athygli á því í síðustu viku að hinn 18 ára gamli Markús Páll Ellertsson væri á leið á reynslu hjá ítalska félaginu Venezia.

Markús er Framari sem leikið hefur vel með 2. flokki í sumar og raðað inn mörkum. Hann hefur þá komið við sögu í tveimur leikjum í Bestu deildinni. Hann er samningsbundinn Fram út næsta tímabil.

Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri fótboltadeildar Fram, staðfesti við Fótbolta.net að Markús færi til Venezia í þessari viku.

Markús er yngri bróðir landsliðsmannsins Mikaels Egils sem hefur spilað á Ítalíu síðustu ár. Mikael er leikmaður Venezia og var í byrjunarliðinu í fyrstu umferð Serie A um liðna helgi og lagði upp mark Venezia gegn Lazio.

Venezia er nýliði í Serie A. Bjarki Steinn Bjarkason er sömuleiðis leikmaður Venezia en hann glímir við meiðsli. Hilmir Rafn Mikaelsson er einnig samningsbundinn félaginu en hann er á láni hjá Kristiansund í Noregi út þetta ár.


Athugasemdir
banner
banner