Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 19. ágúst 2024 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglou: Sama vandamál og í fyrra

Ange Postecoglou var gríðarlega svekktur með jafntefli liðsins gegn Leicester í fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni þetta tímabilið.


Tottenham var með þónokkra yfirburði en jafntefli var niðurstaðan.

„Svekkjandi kvöld fyrir okkur. Fyrri hálfleikur frábær og við stjórnuðum leiknum en fórum illa með færin. Seinni hálfleikur var eins, byrjuðum vel en um leið og Leicester skoruðu hrukku stuðningsmennirnir í gang og við misstum móðinn," sagði Postecoglou.

„Það var sama vandamál og í fyrra, við þurfum að leggja hart að okkur og vera miskunnarlausir fyrir framan markið. Við tókum stundum slæmar ákvarðanir. Þegar við erum með svona mikla yfirburði eigum við að klára þetta."


Athugasemdir
banner
banner
banner