
Í byrjun næsta mánaðar hefst Meistaradeild kvenna hjá Breiðabliki og Val. Það hefur núna komið í ljós að riðill Blika fer fram á Kópavogsvelli.
Valur fer „meistaraleiðina"; liðið getur einungis mætt öðrum meistaraliðum frá Evrópu, en Breiðablik fer „deildarleiðina" og mætir því liðum sem ekki urðu meistarar í sínum löndum, en líkurnar á andstæðingi úr sterkri deild eru meiri í þeirri leið.
Valur fer „meistaraleiðina"; liðið getur einungis mætt öðrum meistaraliðum frá Evrópu, en Breiðablik fer „deildarleiðina" og mætir því liðum sem ekki urðu meistarar í sínum löndum, en líkurnar á andstæðingi úr sterkri deild eru meiri í þeirri leið.
Fyrirkomulagið er eins og á síðasta tímabili. Liðin eru fyrst dregin í fjögurra liða hópa þar sem spiluð eru undanúrslit og úrslit. Liðin sem vinna úrslitaleikinn fara áfram í næstu umferð. Sjö lið komast í riðlakeppnina í gegnum meistaraleiðina og fimm í gegnum deildarleiðina.
Breiðablik dróst gegn FC Minsk frá Belarús í undanúrslitum. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast portúgalska liðið Sporting og þýska liðið Eintracht Frankfurt. Eins og kemur áður fram þá fer riðillinn fram á Kópavogsvelli.
Valur mætir ZFK Ljuboten frá Norður-Makedóniu í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast FC Twente frá Hollandi og Cardiff City frá Wales. Riðillinn fer fram í Hollandi.
Undanúrslitin fara fram 4. september næstkomandi og úrslitaleikirnir 7. september. Sigurliðin í úrslitaleikjunum fara svo áfram í næstu umferð og halda áfram í vegferð sinni um að komast í riðlakeppnina.
Athugasemdir