Julian Alvarez spilaði sinn fyrsta leik fyrir Atletico Madrid í kvöld en hann gekk til liðs við félagið frá Man City á dögunum fyrir 75 milljónir evra en kaupverðið getur hækkað um 20 milljónir evra til viðbótar með árangurstengdum greiðslum.
Hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins fyrir Antoine Griezmann en náði sér alls ekki á strik.
Alexander Sörloth gekk einnig til liðs við félagið í sumar en hann jafnaði metin fyrir liðið undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Joao Felix var ekki í leikmannahópnum en hann er á leið til Chelsea.
Raul Moro tryggði Real Valladolid sigur á Espanyol en skot hans fór af varnarmanni og breytti mikið um stefnu áður en boltinn fór í netið.
Valladolid 1 - 0 Espanyol
1-0 Raul Moro ('23 )
Villarreal 2 - 2 Atletico Madrid
1-0 Arnaut Danjuma ('18 )
1-1 Marcos Llorente ('20 )
2-1 Koke ('37 , sjálfsmark)
2-2 Alexander Sorloth ('45 )


