Jamie Vardy, framherji Leicester, tryggði nýliðunum stig gegn Tottenham í fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Vardy er orðinn 37 ára gamall en hann segir það ekkert trufla sig. Hann var tæpur fyrir leikinn og viðurkenndi að hafa verið búinn á því áður en hann var tekinn af velli undir lok leiksins.
„Aldur er bara tala. Á meðan ég sé vel um sjálfan mig og fæturnir eru í lagi mun ég halda áfram eins lengi og líkaminn leyfir," sagði Vardy.
Vardy skaut á stuðningsmenn Tottenham þegar hann gekk af velli.
„Maður fær að heyra það á meðan leiknum stendur. Á meðan þeir taka vel í þetta mun ég svara í sömu mynt," sagði Vardy.
Athugasemdir



