Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 20. umferð: Var ódýrastur í draumaliðsdeildinni
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Finnur fagnar Íslandsmeistaratitlinum með sínum nánustu.
Finnur fagnar Íslandsmeistaratitlinum með sínum nánustu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur í leiknum gegn Val.
Finnur í leiknum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður umferðarinnar.
Leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Finnur Tómas Pálmason kom eins og stormsveipur inn í Pepsi Max-deildina í sumar og hefur átt magnað tímabil. Þessi átján ára strákur hefur leikið eins og kóngur í hjarta varnar KR.

Hann og Arnór Sveinn Aðalsteinsson hafa myndað miðvarðapar sem hefur hjálpað til við að skila Íslandsmeistaratitlinum. Eitthvað sem enginn sá fyrir.

Sem dæmi um það hversu mikið Finnur Tómas hefur komið á óvart þá var verðmiðinn á honum 4 milljónir í draumaliðsdeild Eyjabita fyrir tímabil. Það er lægsta mögulega verð í leiknum.

Fótbolti.net valdi Finn sem mann leiksins í 1-0 útisigrinum gegn Val í 20. umferð. Eftir þann leik var ljóst að Íslandsmeistaratitillinn væri í höfn.

„Finnur var gjörsamlega frábær í leiknum, pakkaði Patrick Pedersen nokkrum sinnum saman og svo jarðaði hann Emil Lyng eins og þeir væru búnir að skipta um skrokk. Ótrúlegur leikmaður sem hefur verið öryggið uppmálað í vörn KR í allt sumar, einungis 18 ára!" skrifaði Baldvin Már Borgarsson, fréttaritari Fótbolta.net á leiknum.

Þrátt fyrir mikið umtal í sumar er Finnur mjög jarðbundinn.

„Það er gríðarlegur heiður að fá að spila og æfa með leikmönnum sem ég hef horft á síðan ég var lítill, og til að gera það enn betra þá eru þeir allir frábærar manneskjur sem hjálpa mér mikið," sagði Finnur í viðtali við Fótbolta.net í sumar.

Skiljanlega eru þegar farnar vangaveltur af stað um hvort hann verði næsti leikmaður deildarinnar til að vera seldur út í atvinnumennsku.

„Ég er ekki með eitthvað sérstakt markmið. Ég tek bara einn dag í einu og mæti á æfingar hjá KR. Auðvitað ef það er eitthvað erlent lið sem vill fá mig og mér finnst það vera rétta skrefið fyrir mig þá mun ég skoða það, en núna er ég bara að hugsa um að spila vel fyrir KR." sagði Finnur í fyrrnefndu viðtali.

Finnur Tómas verður gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 19. umferð: Morten Beck (FH)
Bestur í 18. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Bestur í 17. umferð: Brandur Olsen (FH)
Bestur í 16. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 15. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Bestur í 14. umferð: Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur)
Bestur í 13. umferð: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Bestur í 12. umferð: Atli Arnarson (HK)
Bestur í 11. umferð: Kristinn Jónsson (KR)
Bestur í 10. umferð: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Bestur í 9. umferð: Tobias Thomsen (KR)
Bestur í 8. umferð: Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Bestur í 7. umferð: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Bestur í 6. umferð: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Bestur í 5. umferð: Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 4. umferð: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner