mán 02. september 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 19. umferð: Taldi að við myndum passa vel saman
Morten Beck Gulsmed (FH)
Morten Beck sáttur með dóttur sinni eftir leik.
Morten Beck sáttur með dóttur sinni eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Morten Beck fagnar einu af mörkunum á laugardaginn.
Morten Beck fagnar einu af mörkunum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Morten Beck Gulsmed fór á kostum þegar FH sigraði Stjörnuna 3-1 á útivelli á laugardagskvöld. Morten Beck skoraði þrennu í síðari hálfleik og tryggði FH sigur eftir að liðið hafði lent 1-0 undir. Morten er leikmaður 19. umferðar í Pepsi Max-deildinni hjá Fótbolta.net.

„Þetta var minn besti leikur á Íslandi hingað til," sagði Morten þegar Fótbolti.net heyrði í honum í dag.

Morten skoraði þriðja markið eftir magnaðan einleik frá miðju vallarins. Morten gat gefið á Steven Lennon en hann fór illa með varnarmenn Stjörnunnar áður en hann skoraði.

„Fyrir þriðja markið fékk ég boltann á miðjunni og byrjaði að hlaupa í átt að marki. Steven tók mjög gott hlaup sem lét varnarmennina vera í vafa og það gerði þetta mögulegt. Ég nýtti mér það og lét varnarmennina vera í vafa um hvað ég myndi gera. Í lokin ákvað ég að rekja boltann sjálfur og skora."

Morten Beck skoraði fimm mörk í 21 leik með KR í Pepsi-deildinni sumarið 2017. Í júlí síðastliðnum fékk FH hann í sínar raðir frá Viborg í Danmörku.

„Ég var ánægður þegar FH hafði samband við mig því ég hafði heyrt marga jákvæða hluti um félagið. Ég taldi að við myndum passa vel saman og það hefur komið á daginn á tíma mínum hérna."

Þessi 31 árs gamli Dani er mjög ánægður með lífið á Íslandi. „Núna nýt ég þess að spila í íslensku deildinni. Ég kann vel við lífið á Íslandi og ég er ánægður hér ásamt fjölskyldu minni," sagði Morten en næsti leikur FH er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins gegn Víkingi R. laugardaginn 14. september.

„Ég hlakka til að spila í bikarúrslitunum með strákunum og vinna fyrir því að ná í góð úrslit," sagði Morten að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 18. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Bestur í 17. umferð: Brandur Olsen (FH)
Bestur í 16. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 15. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Bestur í 14. umferð: Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur)
Bestur í 13. umferð: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Bestur í 12. umferð: Atli Arnarson (HK)
Bestur í 11. umferð: Kristinn Jónsson (KR)
Bestur í 10. umferð: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Bestur í 9. umferð: Tobias Thomsen (KR)
Bestur í 8. umferð: Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Bestur í 7. umferð: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Bestur í 6. umferð: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Bestur í 5. umferð: Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 4. umferð: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner