Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Kaka: Best fyrir Neymar að vera áfram hjá PSG
Kaka vann árið 2007
Kaka vann árið 2007
Mynd: Getty Images
Neymar skoraði magnað sigurmark fyrir PSG á dögunum
Neymar skoraði magnað sigurmark fyrir PSG á dögunum
Mynd: Getty Images
„Það vilja allir gefa ráð og hafa skoðun á því hvað Neymar gerir við líf sitt. Hann er bara 27 ára náungi og það er mikið af fólki á sama aldri sem gerir mistök og það lærir af þeim," sagði Brasilíumaðurinn Kaka er hann ræddi við AP um ástand Neymar hjá Paris Saint-Germain.

Neymar hefur verið miðpunktur athyglinnar síðustu mánuði en hann fór ekki leynt með það að vilja yfirgefa PSG og ganga til liðs við Barcelona.

Eftir stífar viðræður milli félaganna fannst engin lausn og ljóst að hann mun spila með PSG út þetta tímabil. Hann hefur ekki fengið blíðar móttökur frá stuðningsmönnum franska félagsins en Kaka ráðleggur honum að vera áfram í Frakklandi.

„Ég held að það sé best fyrir hann að vera áfram í PSG. Það er gott fyrir hann og félagið að hann sé þarna og PSG er alltaf að reyna að byggja öflugt lið til að vinna Meistaradeildina. Hann getur verið leiðtoginn í þessu verkefni og ég er á því máli að þetta ár verði frábært fyrir hann."

Kaka var valinn besti leikmaður heims árið 2007 en eftir það skiptust þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi á að vinna áður en Luka Modric var valinn bestur á síðasta ári. Neymar hefur tvisvar endað í 3. sæti en það var árið 2015 og 2017.

„Það sem vantar hjá Neymar til að vera valinn besti leikmaður heims eru afrek með félagsliði. Þegar hann afrekar eitthvað með liðinu og leiðir það til sigurs þá á hann góðan möguleika. Ef það gerist þá er ég viss um að hann hlýtur verðlaunin sem besti leikmaður heims," sagði Kaka.

Kaka lagði sjálfur skóna á hilluna árið 2017 en hann vann Meistaradeild Evrópu og ítölsku deildina á tíma sínum hjá AC Milan. Þá vann vann HM 2002 með Brasilíu og spænsku deildina einu sinni með Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner