Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. september 2020 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Sjö marka veisla á Goodison - Calvert-Lewin með þrennu
Everton skoraði fimm mörk í dag.
Everton skoraði fimm mörk í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Everton 5 - 2 West Brom
0-1 Grady Diangana ('10 )
1-1 Dominic Calvert-Lewin ('31 )
2-1 James Rodriguez ('45 )
2-2 Matheus Pereira ('47 )
3-2 Michael Keane ('54 )
4-2 Dominic Calvert-Lewin ('62 )
5-2 Dominic Calvert-Lewin ('66 )
Rautt spjald: Kieran Gibbs, West Brom ('45)

Það var mjög skemmtilegur fótboltaleikur sem fram fór á Goodison Park nú í hádeginu þegar WBA heimsótti Everton.

Veislan byrjaði á 10. mínútu þegar Grady Diangana skeiðaði upp völlinn og skoraði með skoti fyrir utan teig framhjá Jordan Pickford. Dominic Calvert-Lewin skoraði sitt fyrsta mark á 31. mínútu og jafnaði leikinn. Lewin var upphaflega dæmdur rangstæður en VAR leiðrétti dóminn. James Rodriguez skoraði svo á 45. mínútu sitt fyrsta mark fyrir Everton með skoti fyrir utan teig, Everton leiddi í hálfleik.

Skömmu fyrir hálfleik fékk Kieran Gibbs beint rautt spjald fyrir að ýta í James eftir að sá kólumbíski hafði farið aðeins í bakvörðinn. Gibbs ýtti í andltiið á James. Í hálfleiknum fékk svo Slaven Bilic, stjóri WBA, að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli við Mike Dean, dómara leiksins.

Matheus Pereira jafnaði leikinn fyrir WBA með frábæru marki beint úr aukaspyrnu á 47. mínútu en Michael Keane kom heimamönnum aftur yfir á 54. mínútu.

Það var svo Calvert-Lewin sem skoraði lokamörk leiksins og kláraði þrennuna og þrjú stigin til Everton. Everton er með sex stig, fullt hús stiga, á meðan WBA er án stiga.

Gylfi Þór Sigurðsson lék síðustu 26 mínúturnar með Everton eftir að hafa byrjað á varamannabekknum.
Athugasemdir
banner
banner