Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. september 2020 09:05
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Evrópuvesen og einkunnir Pepsi þjálfara í útvarpinu í dag
Úr leik FH og Dunajska Streda í Evrópudeildinni.
Úr leik FH og Dunajska Streda í Evrópudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það verður nóg um að vera í útvarpsþætti Fóbolta.net á X-inu 97,7 milli 12 og 14 í dag.

Úlfur Blandon, séfræðingur þáttarins, kíkir í heimsókn þar sem rætt verður um Pepsi Max og Lengjudeildina.

Þjálfarar liðanna í Pepsi Max-deildinni fá einkunnir fyrir tímabilið hingað til.

Fjallað verður um erfiðleika íslenskra félagsliða í Evrópu en Þorlákur Árnason verður á línunni beint frá Hong Kong!

Þá mun Jón Kaldal ræða um enska boltann. Jón er harður stuðningsmaður Arsenal en Rúnar Alex Rúnarsson er á leiðinni þangað.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner