Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 19. september 2021 17:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gjörsamlega ótrúlegt að við fáum ekki allavega tvö víti í dag"
Siggi Höskulds
Siggi Höskulds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur að fá ekki þrjú stig. Mér fannst við stjórna þessum leik frá A-Ö og á mörgum köflum spila frábærlega. Ofboðslega svekktur með færanýtinguna, það er ótrúlegt að við höfum ekki skorað og gjörsamlega ótrúlegt að við fáum ekki allavega tvö víti í dag. Ég er svekktur en ofboðslega stoltur af frammistöðunni," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn Keflavík í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Keflavík

„Já, bara 100% [áttum við að fá tvær vítaspyrnur]. Þeir eru búnir að segja það sjálfir Keflvíkingarnir. Dómararnir gera mistök eins og við og það er bara þannig. Þetta er bara svekkjandi," sagði Siggi.

Síðasti leikur gegn ÍA var ekki góður hjá Leikni. Náði Siggi að rífa menn í gang?

„Já, þetta var allt önnur holning á liðinu í þessum leik og ákefðin mikið betri, hugarfarið frábært og menn ætluðu sér svo sannarlega að vinna þennan leik. Svekkjandi að vinna ekki og mér fannst þetta frammistaða sem endurspeglar tímabilið hjá okkur, við erum búnir að vera góðir og erum ofboðslega stoltir hvernig þetta sumar hefur gengið. Bara svekkjandi að ná ekki þessum sigri hérna í lokin," sagði Siggi.

Í seinni hluta tímabilsins var hann spurður út í Jón Hrafn, Manga Escobar og Mána Austmann. Hann var svo spurður út í síðustu umferðin og að lokum um hvort Brynjar Hlöðversson átti að fá rautt spjald.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner