Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 19. september 2021 21:08
Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjóns: Er ekki að íhuga hvort ég sé maðurinn í þetta
Það hafa verið erfiðir tímar hjá Val undanfarnar vikur.
Það hafa verið erfiðir tímar hjá Val undanfarnar vikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki að íhuga neitt hvort ég sé maðurinn í þetta, það er bara tímabil og eins og ég hef sagt þá er eitt að búa til velgengni en það er allt annað og miklu erfiðara að viðhalda henni," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 1 - 4 tap heima gegn KA í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 KA

„Síðustu 6-7 vikurnar og jafnvel lengur höfum við ekki sýnt þessa auðmýkt sem þarf til að viðhalda velgengni. Við erum að mæta í leiki og ætlað að gera 70% og bíða og sjá hvað andstæðingurinn ætlar að gera. Það bara virkar ekkert og þá versna hlutnirnir. Það eru vandræði okkar í dag."

„Ég þekki það að þegar maður er í klúbbi sem vill alltaf vinna þá þurfa menn alltaf að vera 100% klárir annars gengur þetta aldrei."

Þetta var fimmta tap Vals í röð, fjögur þeirra voru í deildinni auk bikartaps gegn Vestra í vikunni þar sem Heimir setti meðal annars Hannes Þór Halldórsson markvörð á bekkinn. Gerði hann mistök með því?

„Ég er búinn að gera fullt af mistökum í sumar eins og ég hef sagt áður en það voru ekki mistök að skipta um markmann," sagði Heimir.

Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu að ofan en þar ræðir hann meðal annars leikinn í kvöld. Hann var spurður hvort þetta væri erfiðasti tími hans á þjálfaraferlinum?

„Já langerfiðasti," svaraði Heimir en hvernig líður honum? „Manni líður auðvitað ekkert vel með þetta en ég þarf að finna einhverjar lausnir og halda áfram. Við erum alltaf að reyna en það sem við höfum verið að reyna hefur ekki virkað. Við viljum klára þetta með reisn og sýna smá stolt og við höfum einn leik til þess og að sjálfsögðu viljum við gera það."
Athugasemdir