Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 19. september 2021 21:08
Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjóns: Er ekki að íhuga hvort ég sé maðurinn í þetta
Það hafa verið erfiðir tímar hjá Val undanfarnar vikur.
Það hafa verið erfiðir tímar hjá Val undanfarnar vikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki að íhuga neitt hvort ég sé maðurinn í þetta, það er bara tímabil og eins og ég hef sagt þá er eitt að búa til velgengni en það er allt annað og miklu erfiðara að viðhalda henni," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 1 - 4 tap heima gegn KA í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 KA

„Síðustu 6-7 vikurnar og jafnvel lengur höfum við ekki sýnt þessa auðmýkt sem þarf til að viðhalda velgengni. Við erum að mæta í leiki og ætlað að gera 70% og bíða og sjá hvað andstæðingurinn ætlar að gera. Það bara virkar ekkert og þá versna hlutnirnir. Það eru vandræði okkar í dag."

„Ég þekki það að þegar maður er í klúbbi sem vill alltaf vinna þá þurfa menn alltaf að vera 100% klárir annars gengur þetta aldrei."

Þetta var fimmta tap Vals í röð, fjögur þeirra voru í deildinni auk bikartaps gegn Vestra í vikunni þar sem Heimir setti meðal annars Hannes Þór Halldórsson markvörð á bekkinn. Gerði hann mistök með því?

„Ég er búinn að gera fullt af mistökum í sumar eins og ég hef sagt áður en það voru ekki mistök að skipta um markmann," sagði Heimir.

Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu að ofan en þar ræðir hann meðal annars leikinn í kvöld. Hann var spurður hvort þetta væri erfiðasti tími hans á þjálfaraferlinum?

„Já langerfiðasti," svaraði Heimir en hvernig líður honum? „Manni líður auðvitað ekkert vel með þetta en ég þarf að finna einhverjar lausnir og halda áfram. Við erum alltaf að reyna en það sem við höfum verið að reyna hefur ekki virkað. Við viljum klára þetta með reisn og sýna smá stolt og við höfum einn leik til þess og að sjálfsögðu viljum við gera það."
Athugasemdir
banner