Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   sun 19. september 2021 21:08
Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjóns: Er ekki að íhuga hvort ég sé maðurinn í þetta
Það hafa verið erfiðir tímar hjá Val undanfarnar vikur.
Það hafa verið erfiðir tímar hjá Val undanfarnar vikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki að íhuga neitt hvort ég sé maðurinn í þetta, það er bara tímabil og eins og ég hef sagt þá er eitt að búa til velgengni en það er allt annað og miklu erfiðara að viðhalda henni," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 1 - 4 tap heima gegn KA í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 KA

„Síðustu 6-7 vikurnar og jafnvel lengur höfum við ekki sýnt þessa auðmýkt sem þarf til að viðhalda velgengni. Við erum að mæta í leiki og ætlað að gera 70% og bíða og sjá hvað andstæðingurinn ætlar að gera. Það bara virkar ekkert og þá versna hlutnirnir. Það eru vandræði okkar í dag."

„Ég þekki það að þegar maður er í klúbbi sem vill alltaf vinna þá þurfa menn alltaf að vera 100% klárir annars gengur þetta aldrei."

Þetta var fimmta tap Vals í röð, fjögur þeirra voru í deildinni auk bikartaps gegn Vestra í vikunni þar sem Heimir setti meðal annars Hannes Þór Halldórsson markvörð á bekkinn. Gerði hann mistök með því?

„Ég er búinn að gera fullt af mistökum í sumar eins og ég hef sagt áður en það voru ekki mistök að skipta um markmann," sagði Heimir.

Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu að ofan en þar ræðir hann meðal annars leikinn í kvöld. Hann var spurður hvort þetta væri erfiðasti tími hans á þjálfaraferlinum?

„Já langerfiðasti," svaraði Heimir en hvernig líður honum? „Manni líður auðvitað ekkert vel með þetta en ég þarf að finna einhverjar lausnir og halda áfram. Við erum alltaf að reyna en það sem við höfum verið að reyna hefur ekki virkað. Við viljum klára þetta með reisn og sýna smá stolt og við höfum einn leik til þess og að sjálfsögðu viljum við gera það."
Athugasemdir
banner
banner
banner