Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   sun 19. september 2021 15:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kom bara inn á til að taka víti og við það gerðist hið ótrúlega
David de Gea var frekar óvænt hetja er Manchester United lagði West Ham að velli í mögnuðum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag.

West Ham fékk dauðafæri til að jafna metin áður en flautað var til leiksloka. Heimamenn fengu vítaspyrnu er boltinn fór í höndina á Luke Shaw í uppbótartímanum.

Mark Noble, sem er ein öruggasta vítaskytta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, kom bara inn á til þess að taka vítaspyrnuna. Það var hans eina verk. Það hljómaði eins og frekar auðvelt verk því sá spænski á milli stanganna er ekki þekktur fyrir það að verja margar vítaspyrnur.

Honum tókst samt sem áður að verja spyrnuna. Hægt er að sjá myndband af þessu öllu saman með því að smella hérna.

Þetta er fyrsta vítaspyrnan sem De Gea ver frá 2016. Það hafði verið skorað á hann úr 40 vítaspyrnum í röð fyrir þessa spyrnu í dag.


Athugasemdir
banner
banner