Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   þri 19. september 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís á léttu nótunum: Kemur örugglega önnur skemmtilegri í staðinn
Sveindís og Cecilía eftir leik Íslands og Belarús í fyrra.
Sveindís og Cecilía eftir leik Íslands og Belarús í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í dag.
Á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Maður vill ekkert vera spá of mikið í þeim, við förum bara í okkar leiki til þess að vinna
Maður vill ekkert vera spá of mikið í þeim, við förum bara í okkar leiki til þess að vinna
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Leikurinn á móti Wales leggst vel í mig, við erum spenntar að spila við góð lið í Þjóðadeildinni," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, fyrir æfingu dagsins.

Framundan eru leikir við Wales og Þýskaland í nýrri Þjóðadeild. Fyrri leikurinn er heima gegn Wales og seinni leikurinn í þessum landsleikjaglugga fer svo fram í Þýskalandi.

„Voða lítið," sagði hreinskilin Sveindís sem brosti þegar hún var spurð hvort hún vissi hvernig Þjóðadeildin virkaði. Keppnisfyrirkomulagið er ekki það einfaldasta. „Ég veit bara að við þurfum að vinna leikina. Ég er ekkert mikið að pæla í öðru, en við auðvitað förum í alla leiki til að vinna."

„Við erum nýkomnar saman, vorum á fundi og erum búnar að fara nokkuð vel yfir þetta. Við spiluðum við þær fyrir nokkrum mánuðum, erum með einhverjar klippur úr leikjum sem við ætlum að bæta og eitthvað sem við ætlum að nýta sem við gerðum vel."

„Stemningin er mjög góð, nokkrar nýjar og það er gaman að fá ný andlit. Það er alltaf gaman að koma hingað og gaman að sjá stelpurnar."


Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru góðar vinkonur en engin Cecilía er í hópnum vegna meiðsla sem hún varð fyrir á dögunum.

„Það er rétt, það er smá vont - högg. En það kemur einhver önnur, skemmtilegri örugglega, í staðinn," sagði Sveindís á léttu nótunum.

Spennandi deild
Tímabilið í Þýskalandi er nýfarið af stað og vann Wolfsburg gegn Bayer Leverkusen um helgina.

„Deildin úti er spennandi, held hún sé að verða betri og alltaf erfitt að spila fyrsta leik - maður veit ekki mikið um andstæðinginn. Við byrjuðum vel og það er fyrir öllu," sagði Sveindís sem skoraði þriðja markið í 3-0 sigri.

Þýsku meistararnir í Bayern, helsti samkeppnisaðili Wolfsburg, tapaði stigum í fyrstu umferðinni. Setur það blóð á tennur Úlfynjanna í Wolfsburg?

„Ég veit það ekki, það byrjaði eins hjá þeim í fyrra, gerðu jafntefli í fyrsta leik en unnu svo deildina. Maður vill ekkert vera spá of mikið í þeim, við förum bara í okkar leiki til þess að vinna."

Uppáhaldsstaðan er að byrja inn á
Sveindís var spurð hvort eitthvað benti til þess að hún væri eða yrði í öðruvísi hlutverki hjá Wolfsburg á síðasta tímabili.

„Já og nei. Við erum með ógeðslega marga sóknarmenn og þjálfararnir eiga alltaf mjög erfitt með að velja liðið. Ég vona að ég fái að byrja inn á í sem flestum leikjum. En ég er allavega ennþá á kantinum."

„Hægri eða vinstri, alveg sama. Uppáhaldsstaðan mín er að byrja inn á,"
sagði Sveindís á léttu nótunum. „Kanturinn er uppáhaldið, en ég er til í að spila bara hvar sem er."

Markmiðið hjá Wolfsburg er að vinna deildina. „Alveg 100%, Wolfsburg á alltaf að vera í toppbárattu eða vinna deildina. Við viljum auðvitað líka taka bikarinn, það er hefð eiginlega bara. Okkur langar að gera betur en í fyrra," sagði Sveindís.

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða.
Athugasemdir
banner