Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   fim 19. september 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur Dan spilaði í þriðja sigri Orlando í röð
Mynd: Getty Images

Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando City þegar liðið lagði Charlotte af velli 2-0 í MLS deildinni í Bandaríkjunum í nótt.


Það var markalaust jafntefli í hálfleik en Dagur Dan nældi sér í gult spjald undir lok fyrri hálfleiksins.

Facundo Torres kom liðinu yfir en þetta var fjórða mark hans í síðustu þremur leikjum. Dagur var tekinn af velli þegar um tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Undir lok leiksins innsiglaði Duncan McGuire 2-0 sigur Orlando en hann skoraði þarna annan leikinn í röð. Orlando hefur unnið þrjá leiki í röð og situr í 4. sæti Austurdeildar með 43 stig eftir 29 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner