Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   fim 19. september 2024 10:38
Elvar Geir Magnússon
Fékk stígvélið eftir niðurlægingu í München
Sergej Jakirovic.
Sergej Jakirovic.
Mynd: EPA
Dinamo Zagreb frá Króatíu hefur rekið Sergej Jakirovic eftir niðurlægjandi 9-2 tap liðsins gegn Bayern München í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Mörgum stuðningsmönnum Dinamo liðsins finnst þetta vera heldur hörð ákvörðun stjórnar félagsins en undir stjórn Jakirovic vann liðið deild og bikar í heimalandi sínu á síðasta tímabili.

Jakirovic er 47 ára og tók við liðinu í ágúst á síðasta ári en undir hans stjórn fékk félagið að meðaltali 2,2 stig í leik í 60 leikjum.

Byrjunin á þessu tímabili hefur hinsvegar verið vonbrigði, liðið gerði jafntefli gegn Rijeka og tapaði gegn Hajduk Split áður en kom að skellinum gegn Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner