Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   fim 19. september 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Lögregluvarðstjórinn dæmir bikarúrslitaleikinn
Pétur Guðmundsson.
Pétur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson dæmir bikarúrslitaleik KA og Víkings á Laugardalsvelli á laugardaginn.

Þetta er annar bikarúrslitaleikur Péturs en hann dæmdi úrslitaleik Víkings og FH 2019. Víkingur vann þann leik og hefur ekkert annað lið orðið bikarmeistari síðan.

Leikur KA og Víkings hefst klukkan 16 á laugardag en miðasala er í gangi. Veðurspáin er góð og miðasala hefur farið vel af stað.

Dómari: Pétur Guðmundsson
Aðstoðardómarar: Bryngeir Valdimarsson og Gylfi Már Sigurðsson
Fjórði dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Eftirlitsmaður KSÍ: Gunnar Jarl Jónsson
Hvernig fer Ísland - Wales á föstudag?
Athugasemdir
banner
banner