Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   fim 19. september 2024 20:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Raya varði víti í jafntefli - Barcelona tapaði
Mynd: Getty Images

Atalanta og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í Meistaradeildinni í kvöld. Barcelona tapaði í Frakklandi og Atletico Madrid og RB Leipzig skildu jöfn.


Það var ekki mikið um dýrðir í leik Atalanta og Arsenal en það dró til tíðinda snemma í seinni hálfleik þegar Thomas Partey gerðist brotlegur innan vítateigs og vítaspyrna dæmd.

Mateo Retegui steig á punktinn en David Raya gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Retegui fékk annað tækifæri í kjölfarið og náði að skalla boltann á markið en Raya var fljótur á fætur og varði meistaralega.

Gabriel Martinelli fékk tækifæri til að koma Arsenal yfir en skotið hátt yfir úr góðu færi. Niðurstaðan markalaust jafntefli.

Barcelona lenti í miklum vandræðum gegn Monaco. Spænska liðið var manni færri meirihluta leiksins þar sem Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Takumi Minamino þegar hann var að sleppa í gegn.

Monaco komst yfir stuttu síðar en Lamine Yamal jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. George Ilenikhena tryggði Monaco stigin þrjú í seinni hálfleik. Monaco fékk vítaspyrnu undir lok leiksins en eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR var dómurinn tekinn til baka.

Benjamin Sesko kom RB Leipzig yfir gegn Atletico Madrid eftir frábæra skyndisókn en Antoine Griezmann jafnaði metin áður en flautað var til hálfleiks. Jose Maria Gimenez tryggði Atletico sigurinn þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Griezmann undir lok leiksins.

Atalanta 0 - 0 Arsenal
0-0 Mateo Retegui ('51 , Misnotað víti)

Atletico Madrid 2 - 1 RB Leipzig
0-1 Benjamin Sesko ('4 )
1-1 Antoine Griezmann ('28 )
2-1 Jose Gimenez ('90 )

Brest 2 - 1 Sturm
1-0 Hugo Magnetti ('23 )
1-1 Edimilson Fernandes ('45 , sjálfsmark)
2-1 Abdallah Sima ('56 )
Rautt spjald: Dimitri Lavalee, Sturm ('89)

Monaco 2 - 1 Barcelona
1-0 Maghnes Akliouche ('16 )
1-1 Lamine Yamal ('28 )
2-1 George Ilenikhena ('71 )
Rautt spjald: Eric Garcia, Barcelona ('11)


Athugasemdir
banner
banner
banner