Brendan Rodgers, stjóri Celtic, sló á létta strengi eftir öruggan 5-1 sigur Celtic gegn Slovan Bratislava í fyrstu umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar í gær.
Liðið var með þónokkra yfirburði í leiknum en staðan var aðeins 1-0 í hálfleik.
Liðið er í 2. sæti deildarinnar á eftir Bayern sem valtaði yfir Dinamo Zagreb 9-2 á þriðjudaginn.
„Keppnin er búin núna, við spilum gegn Bayern München í úrslitum," sagði Rodgers léttur í bragði.
„Þetta var frábært kvöld fyrir alla. Maður fann fyrir þessu fyrir leikinn. Ég er svo stoltur af liðinu, ákefðin með og án boltans var svo góð, frábært kvöld."
Athugasemdir