Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jorge Jesus skýtur á brasilíska þjálfara: Vil að þeir þroskist
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn Jorge Jesus tók við Flamengo í sumar og hefur liðið verið að spila feykilega vel undir hans leiðsögn.

Flamengo trónir á toppi brasilísku deildarinnar og er aðeins einum sigri frá titlinum þegar fjórar umferðir eru eftir.

Jesus hefur verið gagnrýndur af kollegum sínum í Brasilíu. Þeir hafa kallað hann hrokafullan og sagt að hann eigi heima í Evrópu en ekki Brasilíu.

„Ég kom hingað til að þjálfa alveg eins og þeir. Ég kom hingað til að sinna mínu starfi, ekki til að stela starfi af brasilískum þjálfara eða til að kenna öðrum þjálfurum eitthvað," sagði Jesus.

„Ég er ekki betri eða verri heldur en brasiískir þjálfarar. Brasilískir þjálfarar hafa starfað í Portúgal, til dæmis Scolari sem er frábær þjálfari. Í Portúgal var aldrei svona aggresív og neikvæð orðræða gagnvart honum eins og ég er að upplifa hér í Brasilíu gagnvart mér.

„Ég bara skil ekki þessa þröngsýni. Ég vil að þessir þjálfarar þroskist og reyni að skilja hvað felst í hnattvæðingu. Það mætti halda að hnattvæðingin væri ekki komin til Brasilíu, en hún hlýtur að vera það fyrst ég er hér. Þið verðið að ná þessum draugum úr hausnum ykkar því hér í Brasilíu er mikið af frábærum þjálfurum."


Flamengo er komið í úrslitaleik Copa Libertadores, sem er oft kölluð suður-ameríska Meistaradeildin, eftir 6-1 sigur gegn Gremio í undanúrslitum. Flamengo mætir River Plate í hörku úrslitaleik næsta laugardagskvöld.

Jesus er 65 ára gamall og hefur stýrt félögum á borð við Benfica og Sporting í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner