Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 11:52
Magnús Már Einarsson
Luis Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu (Staðfest)
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique hefur verið ráðinn þjálfari spænska landsliðsins á nýjan leik en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi nú rétt í þessu. Enrique mun því stýra spænska landsliðinu á EM næsta sumar.

Enrique hætti sem þjálfari Spánverja í júní síðastliðnum eftir að níu ára dóttir hans greindist með krabbamein. Hún lést í ágúst síðastliðnum.

Aðstoðarmaður hans Robert Moreno tók við liðinu og stýrði Spánverjum til sigurs í sínum riðli í undankeppni EM.

Moreno mun ekki fara aftur í aðstoðarþjálfarastarfið en hann er nú hættur störfum. Moreno brast í grát eftir 5-0 sigur á Rúmeníu í gær en eftir þann leik fréttist að Enrique væri að snúa aftur.

Enrique er 49 ára gamall en hann þjálfaði Barcelona frá 2014 til 2017 áður en hann tók við spænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner