Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 19. nóvember 2019 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Matty Longstaff og Angel Gomes byrja gegn Íslandi
Enska U20 ára landsliðið mætir Íslandi í vináttuleik á Adams Park í Wycombe klukkan 19:00 en það má finna ansi áhugaverða leikmenn í liði Englands.

Matty Longstaff, leikmaður Newcastle United, byrjar í kvöld og þá er Angel Gomes, leikmaður Manchester United einnig í liðinu.

Jack Clarke, sem var keyptur til Tottenham frá Leeds í sumar, er þá í liðinu en hann var lánaður aftur til Leeds út þessa leiktíð.

Nathan Ferguson, leikmaður WBA, er á bekknum ásamt Emile-Smith Rowe, leikmanni Arsenal.

Leikur Englands og Íslands - Bein textalýsing

Byrjunarlið Englands: Crellin (M), Cochrane, Bogle, Longstaff, Gibson, Bolton, Latibaudiere, Tavernier, Loader, Gomes, Clarke.
Varamenn: Anang, Downes, Poveda, Campbell, Rowe, Dozzell, Tanganga, Ferguson, Lamptey.
Athugasemdir
banner