Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. nóvember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ótrúlegt gengi Dana undir Hareide - Taplausir 34 leiki í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska landsliðið hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn hins norska Åge Hareide. Danir eru núna taplausir í 34 leiki í röð eftir 1-1 jafntefli við Írland í gærkvöldi.

Ekki er talið 3-0 tap gegn Slóvakíu með, þar sem Danir spiluðu á áhugamönnum og var Hareide ekki þjálfari liðsins í þeim leik, heldur John Faxe. Þá er leikurinn sem tapaðist í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu á HM ekki talinn með. Þá er ekki talið með vetraræfingaleikina sem töpuðust gegn Jórdaníu og Svíþjóð, enda utan alþjóðlegs landsleikjaglugga.

Danmörk endaði í 2. sæti riðilsins í undankeppni EM, einu stigi eftir Svisslendingum. Danir fara því á EM í fyrsta sinn síðan 2012, en Hareide tók við landsliðinu eftir misheppnaða tilraun til að komast inn á síðasta Evrópumót.

Danir hafa ekki tapað 25 keppnisleikjum í röð, unnið 12 og gert 13 jafntefli með markatöluna 52-14. Ekkert danskt landslið hefur náð í betra stigameðaltal, fengið færri mörk á sig eða skorað fleiri mörk heldur en undir stjórn Hareide.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner