Daley Blind, leikmaður Ajax í Hollandi, var greindur með hjartasjúkdóm í síðasta mánuði, en hann er núna aftur byrjaður að æfa með liði sínu.
Blind var greindur með hjartavöðvaslen, en það felur í sér að hjartað á í erfiðleikum með að dæla blóði í líkamann.
Hann hefur ekki leikið með Ajax vegna þess síðan 10. desember, en er núna byrjaður aftur að æfa.
„Þetta gengur vel," sagði faðir hans, Danny Blind, við Ziggo Sport. „Hann er byrjaður að æfa aftur, við sjáum hvernig það gengur og hvað kemur næst."
Ekki er víst hvenær að Blind getur byrjað að spila aftur.
Athugasemdir