Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 20. janúar 2020 09:33
Magnús Már Einarsson
Cavani óskar eftir sölu frá PSG
Edinson Cavani, framherji PSG, hefur óskað eftir sölu frá félaginu en þetta staðfesti Leonardo, yfirmaður íþróttamála etir leik gegn Lorient í franska bikarnum í gær.

Hinn 32 ára gamli Cavani verður samningslaus í sumar en hann vill fara frá PSG strax.

Atletico Madrid fundaði með PSG í síðustu viku varðandi Cavani en félögin náðu ekki saman.

„Við vorum að vona að hann yrði áfram hjá félaginu en í dag óskaði hann eftir að fara," sagði Leonardo eftir leikinn í gær.

„Við erum að skoða stöðuna. Við höfum fengið tilboð frá Atletico Madrid en það er ekki í samræmi við verðgildi leikmannsins."

Cavani kom til PSG frá Napoli árið 2013 en hann hefur skorað 195 mörk í 269 leikjum með félaginu.
Athugasemdir
banner