Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. janúar 2020 15:21
Magnús Már Einarsson
Leggja fram tillögu um fjölgun liða í Pepsi Max-deildinni
ÍA vill fjölga í 16 lið í Pepsi Max og 14 lið í 1. deild
Skagamenn leggja fram tillögu um fjölguna liða.
Skagamenn leggja fram tillögu um fjölguna liða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svona er tillaga ÍA.  Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
Svona er tillaga ÍA. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: ÍA
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Eyþór Árnason
ÍA ætlar að leggja fram tillögu á ársþingi KSÍ þann 22. febrúar næstkomandi um fjölgun liða í Pepsi Max-deild karla. Mikið hefur verið rætt um lengingu Íslandsmótsins undanfarnar vikur og tillaga Skagamanna hljóðar þannig að fjölgað verði í 14 lið í Pepsi Max-deildinni á næsta ári og árið 2022 verði 16 lið í deildinni. Árið 2023 yrðu síðan fjölgað í 14 lið í 1. deild karla.

Samkvæmt tillögunni fellur eitt lið úr öllum deildum í ár og þrjú fara upp, til að fjölgunin gangi upp. Það sama endurtekur sig á næsta ári þannig að sextán lið verði í Pepsi Max-deildinni árið 2021. Árið 2022, myndi eitt lið falla úr 1. deildinni og þrjú lið fara upp úr 2, 3, og 4. deild til að fjölga í 1. deild.

„Með þessari tillögu er markmið okkar hjá Knattspyrnufélagi ÍA að efla íslenska knattspyrnu í heild sinni," segir í tillögu Skagamanna en punkta um hana má sjá hér að neðan.

Útfærsla tillögu
- Árið 2021 yrði Pepsi Max 14 liða deild
- Áfram tvöföld umferð með sama leikjafyrirkomulagi. Það þýðir 4 auka leiki sem yrðu allir spilaðir í apríl.
- Árið 2022 yrði Pepsi Max 16 liða deild. Áfram tvöföld umferð. Það þýðir 4 auka leiki frá árinu 2021 og keppni myndi hefjast í mars.
- Árið 2021 og 2022 yrði sama fyrirkomulag á 1.deild
- Árið 2023 yrði 1.deild með 14 lið. Áfram tvöföld umferð. Það þýðir 4 auka leiki frá árinu 2023 Keppni hefjist í byrjun apríl.
- Í 2., 3. og 4. deild yrði óbreytt leikjafyrirkomulag.

Þeir sem hafa áhuga á að styðja þetta fyrirkomulag og/eða hafa áhuga á að ræða nánar endilega hafa samband við okkur Skagamenn á skrifstofu félagsins í síma 433-1109 og 6916800 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Fyrirsjáanlegir kostir tillögunnar
„Þetta fyrirkomulag er fyrst og fremst hugsað til þess að fleiri ungir íslenskir leikmenn fái tækifæri til að spila í meistaraflokki og fái þannig meiri spiltíma. Myndi það efla íslenska knattspyrnu til framtíðar. Samhliða myndu þannig fleiri leikmenn fá betri leiki. Félög á landinu, í 1.-4. deild, fá aukið svigrúm til endurskipulagningar á sínum rekstri í ljósi þess að færri lið falla milli deilda en áður. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis, og fyrirsjáanlegu framhaldi á því, er mikilvægt að félögin fái tækifæri til að skoða rekstur sinn og stefnur. Samhliða því munu fleiri félög eiga möguleika á því að klífa upp milli deilda og komast þannig í auknar tekjur. Slíkt myndi leiða af sér betri og faglegri umgjörð sem er félögum til mikilla hagsbóta," segir í tilkynningu ÍA.

„Ef einhverjar spurningar vakna eða þið sjáið fram á að ykkar félag vilji styðja þessa tillögu hvetjum við áhugasama til að hafa samband við okkur Skagamenn á skrifstofu félagsins í síma 431-1109 og 6916800 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner