Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. janúar 2021 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Man Utd furða sig á ákvörðun dómarans
Mynd: Getty Images
Fulham og Manchester United eigast núna við í ensku úrvalsdeildinni í London á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Staðan er 1-1. Edinson Cavani jafnaði fyrir Man Utd eftir að Ademola Lookman kom Fulham yfir.

Í stöðunni 1-0 fyrir Fulham vildi Man Utd fá vítaspyrnu þegar miðjumaðurinn Fred fór niður í teignum. Það var hins vegar ekkert dæmt á það.

Stuðningsmenn Man Utd skilja ekki hvernig það var ekki dæmd vítaspyrna í því tilviki. Gary Neville er þar á meðal.

Laurie Whitwell, fjölmiðlamaður The Athletic, tekur í svipaðan streng. „Leikmaður sparkar í fót andstæðings, er hvergi nærri boltanum, en samt er það ekki víti? Allt í lagi. United fær alla heppnina," skrifaði Whitwell í kaldhæðnislegum tón.

Hérna má sjá myndband af atvikinu.










Athugasemdir
banner
banner
banner
banner