banner
   fim 20. janúar 2022 11:12
Elvar Geir Magnússon
Pablo Marí lánaður til Udinese (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Udinese hefur staðfest að félagið hafi fengið Pablo Marí lánaðan frá Arsenal. Þessi 28 ára leikmaður spilar með ítalska liðinu út tímabilið en ekki er nein klásúla um möguleika á kaupum eftir tímabilið.

„Ég er stoltur og glaður. Ég hlakka til að byrja nýtt ævintýri og gefa allt fyrir félagið og stuðningsmennina," skrifaði varnarmaðurinn á Twitter.

Marí gekk í raðir Arsenal frá Flamengo fyrir 6 milljónir evra í júlí 2020 en hefur aðeins spilað 22 leiki í öllum keppnum fyrir félagið.

Udinese er í fjórtánda sæti ítölsku A-deildarinnar, sex stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðið hefur fengið á sig 36 mörk í 22 deildarleikjum og ráku stjórann Luca Gotti í desember. Aðstoðarmaðurinn Gabriele Cioffi fékk stöðuhækkun og tók við liðinu.

Marí gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Udinese á laugardag þegar liðið heimsækir Genoa í mikilvægum leik.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner